5. september 2019
5. september 2019
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga þann 10. september
Í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga mánudaginn 10. september 2019 verður haldið málþing í húsnæði Decode við Sturlugötu 8, milli kl. 15:00 – 17:00. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í kirkjum á landsbyggðinni til að minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi.
Í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga mánudaginn 10. september 2019 verður haldið málþing í húsnæði Decode við Sturlugötu 8, milli kl. 15:00 – 17:00.
Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í kirkjum á landsbyggðinni til að minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi.
Sjá Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg - leiðbeiningar til fjölmiðla
Málþing og kyrrðarstundir
Málþing: Staldraðu við - Stöndum saman gegn sjálfsvígum
Haldið í húsakynnum Decode við Sturlugötu 8, kl. 15-17
Dagskrá
15.00 Ávarp fundarstjóra Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar
15.10 Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Alma Möller, landlæknir, fjallar um stöðu og næstu skref
15.30 Öryggisvegferð geðsviðs: Nýtt verklag við mat og viðbrögð við sjálfsvígshættu. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á geðsviði LSH
Kaffi og kleinur
16.10 Hvernig getur þú veitt syrgjendum umhyggju og stuðning? Sr. Halldór Reynisson frá Nýrri dögun, stuðningi í sorg
16.30 Tían, taktu skrefið. Fulltrúar Útmeða kynna og sýna sýnishorn stuttra myndbanda úr nýju geðræktarátaki Útmeða fyrir ungt fólk
16. 50 Samantekt
17.00 Lok
Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20, í Sandgerðiskirkju (safnaðarheimili) á Suðurnesjum kl. 20; í Selfosskirkju kl. 20 í samvinnu við Hveragerðis- og Eyrarbakkaprestaköll; Í Egilsstaðakirkju kl. 20 og í Glerárkirkju á Akureyri einnig kl. 20. Samverur þessar eru hugsaðar fyrir öll þau sem eiga um sárt að binda vegna sjálfsvíga. Allir eru velkomnir á viðburðina og er aðgangur ókeypis.
Dagskrá kyrrðarstundar í Dómkirkjunni þann 10. sept kl. 20
Hrönn Harðardóttir geðhjúkrunarfræðingur leiðir stundina
Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju
Bubbi Morthens syngur nokkur lög
Sara Óskarsdóttir, aðstandandi, segir frá reynslu sinni af því að missa móður sína í sjálfsvígi
Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
Ólafur Elíasson organisti flytur hugljúfa tóna í upphafi og lok kyrrðarstundar
Eftirtaldir aðilar standa að dagskránni
Embætti landlæknis
Geðhjálp
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Landspítalinn – geðsvið
Minningarsjóður Orra Ómarssonar
Ný dögun, stuðningur í sorg
Pieta samtökin
Rauði krossinn
Þjóðkirkjan
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, netfang kjartanh@landlaeknir.is