Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Áfram tafir á afgreiðslu mála hjá embætti landlæknis

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna fordæmalausra anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna fordæmalausra anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.

Öll mál sem berast embætti landlæknis eru sett í viðeigandi farveg. Öll mál eru afgreidd eins hratt og mögulegt er og þeim forgangsraðað eftir tilefni og getu hverju sinni.