Fara beint í efnið

25. maí 2023

Þjónustuvefur og ný innskráning

Sjúkratryggingar hafa sett upp nýjan þjónustuvef á heimasíðu sinni. Um er að ræða svör við helstu spurningum sem hafa komið til Sjúkratrygginga á síðustu misserum.

Að veikjast - Sjúkratryggingar

Sérfræðingar stofnunarinnar hafa tekið saman ítarleg svör og sett fram á skilmerkilegan hátt bæði á íslensku og ensku. Þjónustusíðan var unnin í frábæru samstarfi við Stafrænt Ísland.

Næst á dagskrá í samstarfi við Stafrænt Ísland er að koma í gagnið spjallmenni og upplýsingum um réttindastöðu inn á Mínar síður á Ísland.is.

Sjúkratryggingar hafa tekið í notkun nýju innskráningarlausnina á Ísland.is „Innskráning fyrir alla“. Breytingin felur meðal annars í sér að nú er hægt að skrá sig inn fyrir hönd fyrirtækja og í umboði einstaklings ef búið er að veita umboð gegnum umboðskerfi Ísland.is. Innskráning styður öll form á rafrænum skilríkjum. Eldri innskráningarleið, sem styður Íslykil, verður áfram virk til og með 1. október 2023.