22. september 2022
22. september 2022
Tengjum ríkið
Sjúkratryggingar verða með erindi á ráðstefnunni Tengjum ríkið sem haldin er í dag og fjallar um stafræna framtíð hins opinbera.
Ráðstefnan, sem er á vegum Stafræns Íslands, fer fram í Hörpu og í gegnum streymi. Þar munu Sjúkratryggingar lýsa þeim breytingum sem gerðar hafa verið á upplýsingatæknimálum stofnunarinnar til að bæta þjónustu við viðskiptavini hennar. Farið verður yfir þau fjölmörgu umbótaverkefni sem unnin hafa verið á síðustu mánuðum og komið inn á verkefni sem eru á teikniborðinu. Sjúkratryggingar hafa undanfarið unnið náið með Stafrænu Íslandi og er afrakstur samstarfsins meðal annars nýr vefur á Ísland.is, sem er þegar orðin fjölsóttasta síðan á vefsvæðinu, svo og gagnvirkar umsóknir um sjúkratryggingu og tilkynningar um slys.
Kristján Þorvaldsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Sjúkratrygginga: „Það er afar spennandi að fá að segja frá því sem við hjá Sjúkratryggingum höfum unnið að undanfarin misseri á tæknisviðinu. Áherslan hefur verið að velja réttu verkefnin hverju sinni til að Sjúkratryggingar geti þjónustað viðskiptavini sína með enn betri og skilvirkari hætti. Við höfum átt í frábæru samstarfi við Stafrænt Ísland og erum þegar komin með til skoðunar fleiri verkefni til að halda því góða samstarfi áfram.“
Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni hér https://radstefna.island.is
Skráning fer fram hér https://island.is/s/stafraent-island/tengjum-rikid-2022