Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fræðsluefni fyrir bílaleigur, vegna aksturs erlendra ökumanna á Íslandi

Safetravel

Samgöngustofa og Safetravel hafa sameinast um eina vefsíðu fyrir erlenda ferðamenn þar sem þeir geta fengið allar þær upplýsingar sem þarf til að vera öruggur í umferðinni á Íslandi. Slóðin er www.safetravel.is/driving og mælum við með að erlendum ökumönnum sé beint inn á þá síðu og þeir beðnir um að kynna sér efnið sem þar er að finna.

Hægt er að sýna ökumönnum þennan QR-kóða og fara þeir þá beint inn á síðuna.

Safetravel QR Wide

Myndband um Elfis

Elfis er íslenskur álfur sem hittir erlenda fjölskyldu á leið sinni um landið og segir þeim frá sérstöðu íslenskrar umferðar og íslensks vegakerfis. Hér að neðan má sjá upphaflegu myndina þar sem Elfis fer yfir flest sem erlendir ökumenn þurfa að vita. Þar að neðan eru tvær myndir til viðbótar sem snúa að vetrarakstri og sýnileika. Endilega sýnið erlendum ferðamönnum þessar myndir.

Annað fræðsluefni

Samgöngustofa hefur gefið út tvo einblöðunga, fyrir sumar og vetur, sem dreifa má til erlendra ökumanna (annaðhvort útprentað eða rafrænt). Eru upplýsingarnar samhljómandi við það sem fram kemur á www.safetravel.is/driving.

Nap And Go

Nap And Go er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Visit Reykjanes og SAF ásamt nokkrum hótelum nálægt Keflavíkurflugvelli. Gengur það út á að bjóða ferðamönnum sem fljúga frá Norður Ameríku yfir nótt gistingu í nokkra klukkutíma snemma að morgni til þess að þeir verði betur í stakk búnir til að hefja akstur. Nánari upplýsingar má sjá hér og heimasíðu verkefnisins má finna hér.

Nap And Go Gif

Frekari upplýsingar fyrir erlenda ökumenn

...er hægt að finna hjá:

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa