Fara beint í efnið

Fræðsluefni fyrir bílaleigur, vegna aksturs erlendra ökumanna á Íslandi

Samgöngustofa hefur gefið út fræðsluefni og gátlista fyrir bílaleigur til að stuðla að auknu öryggi erlendra ökumanna á vegum úti. Fræðsluefnið er hægt er að finna undir útgefnu efni Samgöngustofu.

Stýrisspjöld

Stýrisspjöldin eru gefin út fyrir sumar og vetur. Lögð er áhersla á myndræna framsetningu og er texti spjaldanna á ensku og fylgja litlir bæklingar með sama efni á sex tungumálum (frönsku, þýsku, ítölsku, spænsku, pólsku og kínversku). Stýrisspjöldin eru 250 í hverjum pakka og eru bílaleigur hvattar til að gæta vel að því magni sem þörf er á.

Stýrisspjöldin eru afhent hjá

Bílaleigu Akureyrar (Umsjón: Birkir, s. 840-6055)

Ásbrú, Klettatröð 6, 262 Reykjanesbæ

Opið frá kl. 08:00-17:00, virka daga.

Frekari upplýsingar um akstur erlendra ökumanna

er einnig hægt að finna hjá:

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa