Fara beint í efnið

Forskráning fyrir bílaumboð

Fulltrúaréttindi

Til að nýskrá ökutæki á vegum bílaumboðs þarf starfsmaður með fulltrúaréttindi að sjá um skráninguna. Fulltrúi er ábyrgðaraðili innflytjanda gagnvart Samgöngustofu þegar kemur að gerðarviðurkenningu og skráningu ökutækja.

Fulltrúaréttindi skiptast í eftirfarandi flokka

Fulltrúi A

  • Hefur réttindi til að skrá gerðarviðurkenningu, forskrá og nýskrá ökutæki.

Fulltrúi B

  • Hefur réttindi til að framkvæma fulltrúaskoðun og nýskrá ökutæki.

Fulltrúi C

  • Hefur réttindi til að framkvæma fulltrúaskoðun og skrá gerðarviðurkenndan tengibúnað.

Til að fá fulltrúaréttindi verður starfsmaður að sækja námskeið hjá Samgöngustofu.

Fulltrúi skal hafa góða þekkingu á lögum og reglum sem gilda um skráningu og skoðun ökutækja og ber ábyrgð á að skráningar sem berast Samgöngustofu séu réttar.

Nánari upplýsingar um fulltrúa og fulltrúaskoðanir

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa