Farþegaflutningar skipa í atvinnuskyni eru háðir leyfi frá Samgöngustofu
Undir þetta falla skoðunar- og veiðferðir ferðamanna og er þetta í samræmi við skipalög nr. 66/2021
Samgöngustofa ákveður fjölda í áhöfn slíkra skipa með hliðsjón af gerð skips, fyrirkomulagi þess og búnaði, farsviði og útivist svo hægt sé að tryggja öryggi farþega, skipverja og skips. Skipstjóra ber að hafa um borð skjal sem sannar gildi leyfisins. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um útgáfu og skilyrði leyfis sem og um gjald fyrir útgáfu leyfisins.
Heimilt er að hafa farþegaleyfi á haffærisskírteini skipsins en brot á skilyrðum leyfisins jafngilda broti á skilyrðum haffærisskírteinisins sbr. reglugerð nr. 463/1998.
Gildistími
Gildistími farþegaleyfis má aldrei vera lengri en gildistími haffæris skipsins eða gildistími tryggingar skipsins eftir því hvort er styttra.
Tryggingar farþegaskipa
Trygging skal vera til staðar fyrir alla áhöfn og farþega farþegaskips. Kröfur um tegund tryggingar eru mismunandi eftir stærð, farsviði og starfsemi skips. Falli trygging úr gildi fellur farþegaleyfið jafnframt úr gildi.
Skip með farþegaleyfi
Hægt er að skoða lista yfir skip sem eru með farþegaleyfi í Skútunni, skipaskráningar- og lögskráningarkerfi Samgöngustofu.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa