Fá aðstoð við að finna vinnu
Tala við ráðgjafa
Einstaklingar sem fá greiddar atvinnuleysisbætur geta fengið viðtal við ráðgjafa sem aðstoða við atvinnuleitina. Viðtöl við ráðgjafa eru í gegnum síma, á netinu eða í eigin persónu.
Til að bóka símaviðtal eða fjarfund á Teams: Panta tíma
Til að hitta ráðgjafa í eigin persónu: Sendið tölvupóst á: radgjafar@vmst.is. Það gæti þó verið nokkuð löng bið eftir viðtali.
Meiri stuðningur í atvinnuleit og í nýrri vinnu
Hægt er að sækja um meiri þjónustu sem er sniðin að hverjum og einum og hentar fólki með skerta starfsgetu.
Verndaðir vinnustaðir
Einstaklingar sem þurfa meiri stuðning í vinnu geta sótt um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu.
Vernduð vinna, hæfing og dagþjónusta
Atvinnuleit í öðru Evrópulandi
Einstaklingar sem fá atvinnuleysisbætur geta farið í atvinnuleit til Evrópu. Sótt er um U2-vottorð sem veitir rétt til að fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðru EES-landi í allt að þrjá mánuði.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun