Fara beint í efnið

Fá aðstoð við að finna vinnu

Hjá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar geta öll sem eru í atvinnuleit fengið einhverja aðstoð varðandi leit að starfi, hvort sem sótt er um atvinnuleysisbætur eða ekki.

Á atvinnuleysisskrá

Ef einstaklingur fær greiddar atvinnuleysisbætur er viðkomandi skráður á atvinnuleysisskrá. Þá er í boði þjónusta ráðgjafa sem aðstoða við atvinnuleitina. Ráðgjafar taka við atvinnuleitendum í viðtöl.

Hafa samband við Vinnumálastofnun og bóka viðtal við ráðgjafa.

Meiri stuðningur í atvinnuleit og í nýrri vinnu

Þjónusta sem er sniðin að hverjum og einum og hentar fólki með skerta starfsgetu.

Verndaðir vinnustaðir

Vinnustaðir fyrir þau sem þurfa meiri stuðning í vinnu.

Vernduð vinna, hæfing og dagþjónusta

Atvinnuleit í öðru Evrópulandi

Einstaklingar sem fá atvinnuleysisbætur geta farið í atvinnuleit til Evrópu. Sótt er um vottorð sem veitir rétt til að fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðru EES-landi í allt að þrjá mánuði.

Atvinnuleit í Evrópu

Öll sem eru að leita að vinnu

Það er hægt að skrá sig í atvinnuleit án þess að sækja um atvinnuleysisbætur. Þá er viðkomandi kominn í gagnagrunn Vinnumálastofnunar. Skráning er á:

Mínum síðum Vinnumálastofnunar

Undir „Umsóknir“ er valið „Skráning í atvinnuleit án atvinnuleysisbóta“.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun