Einstaklingar sem þurfa meiri stuðning í vinnu geta sótt um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu.
Að sækja um
Sótt er um með rafrænum skilríkjum í gegnum Mínar síður atvinnuleitenda.
Næstu skref
Ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun fara yfir umsóknina
Ráðgjafarnir hafa samband við umsækjanda.
Umsóknin, ásamt greinargerð ráðgjafa, er send áfram til sveitarfélagsins þar sem umsækjandi á lögheimili.
Sveitarfélög svara umsækjendum varðandi niðurstöðu umsóknarinnar og veita þjónustuna.
Vinnustaðir
Vinna & virkni
Ás styrktarfélag
Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi.
Forstöðumaður: Halldóra Þ. Jónsdóttir. Sími 414-0500.
Bjarkarás og Lækjarás
Stjörnugróf 7-9, 108 Reykjavík.
Forstöðumaður: Heba Bogadóttir. Sími 414-0500.
Áhersla er lögð á fjölbreytni. Má þar nefna saumastofu, vinnuverkefni eins og álímingar og pökkun, smíðaverkstæði, listasmiðju, textílvinnu og vefnað, gróðurhús og Setur, sem er sérstaklega ætlað eldri borgurum.
Einnig býðst fólki að velja sér ýmsa virkni sem fer fram bæði í húsnæði félagsins og víðar um bæinn.
Dagþjónusta Skálatúns
Skálahlíð 1-15, 270 Mosfellsbæ.
Forstöðumaður: Helga Rut Sigurðardóttir. Sími: 530-6600.
Dagþjónusta er samþætt á Skálatúni og starfrækt í tveimur húsum, Vinnustofum og Skjóli. Möguleiki er á blönduðum tilboðum.
Á Vinnustofunum er unnið að pökkun í neytendaumbúðir fyrir ýmis fyrirtæki. Dæmi eru pökkun á skrúfum og fleiru fyrir Húsasmiðjuna, kortum fyrir Kórund-kort og vinna í gróðurhúsi.
Í Skjólinu er áhersla lögð á fjölbreytni með til dæmis textílvinnu, leirgerð, klúbbastarfsemi og skynörvunarherbergi og hugleiðsluherbergi. Skjólið hefur það að markmiði að veita fjölbreytta einstaklingsmiðaða þjónustu og veita tilboð sem byggja á löngunum og vali hvers og eins. Lagt er upp úr að mæta félagsþörf og að fólk upplifi vellíðan.
Geitungarnir
Suðurgötu 14, 220 Hafnarfirði.
Forstöðumaður: Þórdís Rúriksdóttir. Sími: 565-5100.
Geitungarnir er nýsköpunar- og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk sem miðar að því að auka sveigjanleika í þjónustu varðandi atvinnu og félagslega virkni. Markmiðið er að fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku í samfélaginu og það á eigin forsendum.
Smiðjan - Gylfaflöt
Bæjarflöt 17, 112 Reykjavík
Forstöðumaður: Sigurbjörn Rúnar Björnsson. Netfang: gylfaflot@reykjavik.is
Tómstundamiðuð dagþjónusta sem leggur áherslu á virkni einstaklingsins jafnt sem félagslegt hópastarf. Í smiðjunni sem er starfrækt í Gylfaflöt má rækta listina og sköpunarkrafta ásamt því að vera hluti af framleiðslu tækifærisgjafa.
Handverkstæðið Ásgarður
Álafossvegi 24, 270 Mosfellsbæ.
Forstöðumaður: Heimir Þór Tryggvason. Sími: 567-1734.
Í Ásgarði er reynt að mæta hverjum og einum á þeirra eigin forsendum og skapa skilyrði til þroska og sjálfstæðs lífs.
Trésmíðaverkstæðið framleiðir aðallega leikföng úr tré. Í Listasmiðju er unnið með leður, ull, vefnað, bein, steina, horn, kopar, silfur og fleira. Í Græna bragganum er tekið á móti trjám og unnið að því að flokka þau til vinnslu. Einnig eru smíðaðir bekkir, borð, tréhús, vatnstæki og fleira. Önnur störf eru í eldhúsi, skrifstofu, við þrif og tveir starfsmenn eru í verslun Ásgarðs.
Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
Bæjarhrauni, 220 Hafnarfirði.
Forstöðuþroskaþjálfi: Halla Harpa Stefánsdóttir. Sími: 565-0446.
Hlutverk Hæfingarstöðvarinnar Bæjarhrauni er að þjóna fullorðnu fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþörf. Áhersla er á skipulagða einstaklingsbundna þjónustu og þroskaþjálfun sem felur í sér skynörvun og þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta.
Meginstefnan er að auka möguleika notendur þjónustunnar í að þróa sína styrki, sem leiðir til frekari þátttöku í eigin lífi og samfélaginu. Leiðarljós og gildin eru; virðing og samvinna leiðir til árangurs og tjáning er grundvallarmannréttindi allra.
Hæfingarstöðin Dalvegi
Dalvegur 18, 201 Kópavogur
Líney Óladóttir forstöðumaður. Sími: 441-9821. Netfang: lineyo@kopavogur.is
Hæfingarstöðin við Dalveg 18 í Kópavogi er dagvinnustaður sem starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
Opið er frá 8:00 til 16:00. Markmið vinnustaðarins er að bjóða einstaklingum 18 ára og eldri, með mismunandi fatlanir, vinnu við hæfi.
Lögð er áhersla á fjölbreytni, samræmingu og úrræði við hæfi hvers og eins. Yfirmarkmið stöðvarinnar er að auka og viðhalda færni í markvissri vinnu og félagslegum samskiptum. Hæfingarstöðin tekur að sér vinnuverkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Frekari upplýsingar: Facebook
Iðjuberg dagþjónusta
Gerðubergi 1, 111 Reykjavík.
Forstöðumaður: Guðmundur Már Björgvinsson. Sími: 587-7710.
Í Iðjubergi er farið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Við bjóðum upp á fjölbreytt tómstundastarf og afþreyingu ásamt því að styðja fólk til félagslegrar þátttöku. Við leggjum áherslu á að skapa einstaklingum með skerta starfsgetu aðstöðu og stuðning sem er sniðin að þörfum þess og leiðbeinum fólki að nýta tímann sinn til uppbyggjandi tómstundaiðkana sem nýtist þeim í daglegu lífi.
Við aðstoðum fólk að efla samvinnu, við myndun félagslegra tengla, styrkja sjálfsmyndina og stuðla að vellíðan.
Iðjuberg er í samstarfsverkefni við umhverfis- og skipulagssvið þar sem við útvegum bílstjóra fyrir tvo vinnubíla með hópa á þeirra vegum sem þurfa frekari aðstoð við vinnuna sína.
Ópus – vinnu og virknimiðstöð
Völvufelli 11, 111 Reykjavík.
Forstöðumaður: Sigurbjörn Rúnar Björnsson. Netfang: opus.vinnustofa@reykjavik.is
Í Ópus er veitt einstaklingsmiðuð þjónusta með áherslu á að efla sjálfstæði, sjálfstraust, hæfni, auka færni í samskiptum og gefa fólki tækifæri til að þróast í starfi og leik.
Í Ópus er þjónustan sniðin að þörfum og getu hvers og eins og þar er boðið upp á þjálfun/hæfingu, félagsstarf og vinnu. Einnig er lögð áhersla á tengingu við atvinnulífið með það að markmiði að finna störf sem henta hverjum og einum, veita viðeigandi og viðvarandi stuðning í samræmi við óskir og getu hvers og eins.
Örvi starfsþjálfun/iðja
Kársnesbraut 110, 201 Kópavogi.
Forstöðuþroskaþjálfi: Birgitta Bóasdóttir. Sími: 441-9860.
Starfsemi Örva er tvíþætt. Annars vegar fer fram þjálfun og styrking einstaklinga með skerta starfsgetu sem hefur það að markmiði að gera viðkomandi hæfari til starfa á almennum vinnumarkaði.
Hins vegar er Örvi fyrirtæki í umtalsverðum rekstri. Framleiðsla plastumbúða og ýmis önnur verkefni fyrir viðskiptavini er grundvöllurinn sem starfsþjálfunin hvílir á. Verkefnin eru til dæmis pökkun, flokkun og samsetningar.
Hæfingarstöðin Reykjanesbæ
Keilisbraut 755, 230 Reykjanesbæ.
Forstöðuþroskaþjálfi: Jón Kristinn Pétursson. Sími 420-3250.
Hæfingarstöðin Reykjanesbæ er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum. Stöðin starfar með það að markmiði að efla atvinnutengda færni þjónustunotenda auk þess að veita fötluðu fólki vettvang til þess að taka virkan þátt í samfélaginu.
Aldan, Borgarbyggð
Brákarbraut 25, 310 Borgarnesi.
Forstöðumaður: Sjöfn Hilmarsdóttir. Sími 433-7441.
Starf Öldunnar samanstendur af vinnustofu og hæfingu annarsvegar og dósamóttöku hinsvegar. Komið er til móts við þarfir fatlaðs fólks fyrir atvinnu og hæfingartengda þjónustu sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra.
Aldan rekur einnig verslun, saumastofu, kertagerð og fleira. Aldan tekur að sér pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Samskipti okkar einkennast af samvinnu, tillitsemi og virðingu.
Ásbyrgi, Stykkishólmi
Aðalgötu 22, 340 Stykkishólmi.
Forstöðumaður: Sigríður Erna Guðmannsdóttir. Sími 430-7809.
Í Ásbyrgi er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlað fólk og aðra sem búa við skerta starfsgetu. Þar fá þau sðstoð við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði. Við leggjum áherslu á að endurnýta hluti. Margskonar verkefni eins og fjölnotapokar, kertaframleiðsla, svuntur, grjónapúðar og mottur.
Vefsvæði félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Fjöliðjan Akranesi
Smiðjuvöllum 9, 300 Akranes.
Forstöðumaður: Guðmundur Páll Jónsson. Sími 433-1720.
Smiðjan Snæfellsbæ
Ólafsbraut 19, 230 Ólafsvík
Forstöðumaður: Þórheiður Elín Sigurðardóttir. Sími 433-8866.
Í Smiðjunni er rekin dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með fötlun og aðra sem búa við skerta starfsgetu. Veitt er aðstoð við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði. Við leggjum áherslu á að endurnýta hluti. Öll verk eru unnin úr endurunnu efni.
Fjölbreytt verkefni eru unnin. Má nefna svuntur, taupoka, grænmetispoka, grjónapúða, skrautmuni eins og skartgripi og óróa, kertaframleiðsla, kortagerð, púðar, gæludýrabæli og klukkur. Starfið er fjölbreytt og í stöðugri þróun.
Hæfingarstöðin Hvesta
Aðalstræti 18, 400 Ísafirði.
Forstöðumaður: Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sími 450-8231.
Hæfingarstöð og iðja fyrir einstaklinga með fötlun/þroskahömlun. Hlutverk hennar er að tryggja starfsfólki með fötlun sambærilegt vinnuumhverfi á við aðra og veita tómstundamiðaða þjónustu sem tekur miða af einstaklingsþörfum og áhuga.
Einnig að auka hæfni fólks með fötlun til starfa og efla virkni og viðhalda getu í daglegu lífi með markvissri þjálfun.
Iðja - dagþjónusta og hæfing
Blönduósi
Skúlabraut 22, 540 Blönduósi.
Forstöðumaður: Ari Jóhann Sigurðsson. Sími 452-4960.
Iðja - dagþjónusta og hæfing
Hvammstanga
Brekkugötu 14, 530 Hvammstanga
Forstöðumaður: Jón Ingi Björgvinsson. Sími: 451-2926.
Sauðárkróki
Sæmundarhlíð, 550 Sauðárkróki.
Forstöðumaður: Jónína Gunnarsdóttir. Sími: 453-6853.
Dagþjónusta og hæfing fyrir fatlað fólk í Skagafirði og veitir í senn starfs- og verkþjálfun, afþreyingu og hæfingu. Markmiðið er að gefa fötluðu fólki kost á að sækja dagþjónustu og hæfingu utan heimilis.
Með þjálfun og hæfingu er dregið úr áhrifum fötlunar, aukið við færni til að taka þátt í daglegu lífi og einstaklingnum veitt tilbreyting á eigin forsendum. Iðjan starfar samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Iðja Fjallabyggð
Siglufirði
Aðalgötu 7b, 580 Siglufirði.
Deildarstjóri Iðju: Ólína Þórey Guðjónsdóttir. Sími: 467-1835.
Iðja er dagþjónusta sem starfrækt er samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni einstaklinga til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Iðja þjónustar íbúa í Fjallabyggð og í Dalvíkurbyggð.
Miðjan hæfing, dagþjónusta og geðrækt
Húsavík
Árgötu 12, 640 Húsavík.
Þroskaþjálfi: Sunna Mjöll Bjarnadóttir. Sími: 464-1201.
Miðjan er hæfing, dagþjónusta og geðræktarmiðstöð sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð.
Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Notendur eru þjálfaðir í athöfnum daglegs lífs sem og alls kyns verkefnum og störfum. Í Miðjunni er unnið eftir þjónandi leiðsögn (e. gentle teaching).
Plastiðjan Bjarg Iðjulundur
Akureyri
Furuvöllum 1, 600 Akureyri.
Forstöðumaður: Svanborg B. Guðgeirsdóttir. Sími: 414-3780.
Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur (PBI) er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. Rekstraraðili er Akureyrarbær.
Á PBI fær fjölbreyttur hópur starfsfólks með ólíkar áskoranir tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi. PBI er vinnustaður og starfsþjálfunarstaður sem hefur það markmið að þjálfa fólk til starfa og meta möguleika þeirra til vinnu á almennum vinnumarkaði. Verkefni í vinnu eru fyrst og fremst ýmis iðnaðarframleiðsla. Má þar nefna framleiðslu á raflagnaefni, kertum, skiltum, búfjármerkjum og textílvörum.
Skógarlundur, miðstöð virkni og hæfingar
Akureyri
Skógarlundi 1, 600 Akureyri.
Forstöðumaður: Ragnheiður Júlíusdóttir, þroskaþjálfi.
Netfang: raggajul@akureyri.is. Sími: 462-1754.
Í Skógarlundi er fólki með stuðningsþarfir boðin þjónusta í formi virkni og hæfingar. Þjónustan fer fram ýmist fyrir eða eftir hádegi. Í Skógarlundi eru níu starfsstöðvar og allir sem koma í þjónustu fara á tvær starfsstöðvar á dag. Starfsstöðvarnar eru: Skapandi starf, vinnuþjálfun, gagnaeyðing, hreyfing, smíðar og handverk, tölvur og rofar, skynörvun, reynsluboltar og tjáskipti. Allir taka þátt í starfi á öllum starfsstöðvum.
Daglegt skipulag í Skógarlundi er sett upp með myndrænum hætti fyrir alla sem þurfa. Það sýnir athafnir dagsins og í hvaða röð þær eru.
Verkefnin á starfsstöðvunum eru fjölbreytt og þjónustan breytileg eftir þörfum og óskum þeirra einstaklinga sem verið er að þjónusta. Þjónustan getur verið að veita minniháttar aðstoð eða leiðbeiningar við þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni, en einnig getur þjónustan falið í sér að aðstoða mikið fatlaða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs og finna leiðir til að einstaklingurinn geti verið virkur þátttakandi.
Stólpi hæfing/iðja
Lyngási 2, 700 Egilsstöðum.
Forstöðumaður: Anna Sigríður Karlsdóttir. Sími: 471-1090.
Vinnuverkefni þar sem unnið er að pökkun á samsetningarhlutum fyrir Brúnás innréttingar, ullarþæfing, myndlist, nám, föndur og ýmis uppbyggjandi afþreying. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði Gentle teaching sem miðað að því að allir séu þátttakendur, allir finni fyrir vináttu og öryggi og allir fái að njóta sín.
Við reynum að fremsta megni að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Við fylgjum fólki á vinnustað þar sem er þörf fyrir stuðning. Við förum í sund og stundum aðra líkamsrækt.
Heimaey, vinnu og hæfingarstöð
Vestmannaeyjum
Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 488-2620.
Forstöðumaður: Þóranna Halldórsdóttir. Netfang: thoranna@vestmannaeyjar.is
Heimaey veitir dagþjónustu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu, verndaða vinnu, þjálfun, umönnun og afþreyingu. Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu.
VISS, vinnu- og hæfingarstöð
Flúðum
Forstöðuþroskaþjálfi: Ragnhildur Jónsdóttir. Sími: 480-6600.
Hvolsvelli
Kirkjuhvoli, Dalsbakka 6, 860 Hvolsvelli.
Forstöðuþroskaþjálfi: Ragnhildur Jónsdóttir. Sími: 837-3668.
Selfossi
Gagnheiði 39, 845 Selfossi.
Forstöðuþroskaþjálfi: Ragnhildur Jónsdóttir. Sími: 480-6920
Þorlákshöfn
Óseyrarbraut 4, 815 Þorlákshöfn.
Forstöðuþroskaþjálfi: Ragnhildur Jónsdóttir. Sími: 483-3843
Um VISS
Að skapa atvinnutækifæri fyrir þá sem búa við skerta starfsgetu tímabundið eða langvarandi vegna fötlunar/ skerðingar. Lögð er áhersla á að starfsfólk fái tækifæri til að efla starfshæfni sína og starfa á jafnréttisgrundvelli.
Lögð er áhersla á hugmyndafræði um Þjónandi leiðsögn og að efla sjálfsákvörðun, sjálfstæði og færni til félagslegra samskipta, að ráðgjöf og stuðningur sé ávallt veittur af virðingu. Unnið að eigin framleiðslu og ýmiskonar þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun