Fara beint í efnið

Endurkrafa skaðabóta vegna afbrota

Ríkissjóður greiðir bætur til þolenda tiltekinna afbrota og tekur bótanefnd ákvörðun um bætur og bótafjárhæð. Þannig getur myndast endurkröfuréttur ríkisins á hendur tjónvaldi.  Þetta á við þegar bætur til brotaþola eru greiddar úr ríkissjóði og tjónvaldur þarf að greiða þær til baka.

Innheimtan er í höndum embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

Gjalddagi kröfunnar er dagsetning ákvörðunar bótanefndar. Eindagi er tveimur mánuðum eftir gjalddaga. Sé krafa ekki greidd á eindaga reiknast dráttarvextir til greiðsludags.

Innheimtuferli 

Þegar krafa er stofnuð birtist hún í heimabanka skuldara. Innheimtubréf eru send í pósthólf viðkomandi á island.is.  

Ef krafan fæst ekki greidd 30 dögum eftir að innheimtubréf hefur verið sent og ekki er samið um kröfuna er greiðsluáskorun birt af stefnuvotti. 

Eftirfarandi úrræði koma til, til að knýja á um greiðslur:

Bótanefnd getur skuldajafnað bótum sem greiða á bótaþola ef hann skuldar sjálfur endurkröfu sem tjónvaldur.

Greiðsludreifing

Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Lágmarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna í greiðsludreifingu er 10.000 krónur.

Athugið að hægt er að greiða kröfu á bankareikning 0159-26-267, kennitala 660914-0990. Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.

Þá er einnig hægt að greiða með greiðslukorti.

Niðurfelling bótakröfu 

Bótanefnd hefur takmakaðar heimildir til að falla frá endurkröfu. Þó kemur til greina að lækka kröfuna eða fella hana niður ef:

  • tjónvaldur er látinn og óverulegar eða engar eignir í búi hans

  • bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta á síðustu tveimur árum

  • tjónvaldur er að afplána refsidóm sem nemur 10 ára óskilorðsbundnu fangelsi hið minnsta og er eignalaus

  • tjónvaldur er yngri en 20 ára, er eignalaus og hefur sýnt viðleitni til að bæta ráð sitt, eða hagir hans hafa breyst verulega frá því hann framdi brot sitt

Umsókn og fylgigögn

Til þess að óska eftir niðurfellingu eða lækkun kröfu þarf að sækja um það með bréfi til bótanefndar þar sem meðal annars kemur fram:

  • hvort umsækjandi er í námi eða vinnu

  • hvort umsækjandi hafi bætt ráð sitt

  • hvaða atriði eru forsendur umsóknar

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • sakavottorð umsækjanda

  • útprentun úr Lögreglukerfinu sem sýnir engin meint brot umsækjanda séu til rannsóknar (má nálgast á lögreglustöð með framvísun persónuskilríkja)

  • afrit tveggja síðustu skattframtala 

Hafa ber í huga að lítil greiðslugeta er ekki grundvöllur til niðurfellingar á endurkröfu.