Tilkynning um dvalarstað
Þegar sótt er um dvalarleyfi á Íslandi þarf lögheimili umsækjanda að vera skráð hjá Þjóðskrá Íslands.
Ef umsækjandi skráði ekki lögheimili sitt á umsókn um dvalarleyfi þarf hann að tilkynna dvalarstað sinn áður en hægt er að gefa út dvalarskírteini.
Athugið:
Þó lögheimili þitt sé skráð hjá Þjóðskrá Íslands á að skila þessu eyðublaði til Útlendingastofnunar, Dalvegi 18, 201 Kópavogi, eða með tölvupósti á netfangið skraning@utl.is
Einnig er hægt að skila eyðublaðinu á skrifstofu sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins þegar farið er þangað í myndatöku fyrir dvalarleyfisskírteini.

Þjónustuaðili
ÞjóðskráTengd stofnun
Útlendingastofnun