Fara beint í efnið

Dagsektir Vinnueftirlits ríkisins

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra annast innheimtu dagsekta sem Vinnueftirlit ríkisins ákvarðar. 

Innheimtuferli

Þegar krafa er stofnuð birtist hún í heimabanka skuldara.  Innheimtubréf eru send í pósthólf viðkomandi á island.is.  
Ef krafan fæst ekki greidd 30 dögum eftir að innheimtubréf hefur verið sent og ekki er samið um kröfuna er greiðsluáskorun birt af stefnuvotti. 

Eftirfarandi úrræði koma til, til að knýja á um greiðslur:

Greiðsludreifing 

Beiðni um greiðsludreifingu þarf að berast skriflega á netfangið innheimta@syslumenn.is eða með bréfi til embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Lágmarksfjárhæð mánaðarlegra greiðslna í greiðsludreifingu er 10.000 krónur.

Athugið að hægt er að greiða kröfu á bankareikning  0159-26-267, kennitala 660914-0990. Tilgreina þarf kennitölu og nafn skuldara við greiðslu í banka.
Þá er einnig hægt að greiða með greiðslukorti.

Kæruleiðir

Hægt er að óska rökstuðnings, endurupptöku eða kæra niðurstöðu til Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins innan 14 daga frá því að ákvörðun Vinnueftirlitsins um dagsektir var móttekin. Upplýsingar um álagðar dagsektir er að finna á vef Vinnueftirlitsins

Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar en frestar aðför.  Hafi ákvörðun Vinnueftirlitsins verið kærð skal senda staðfestingu um það til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á netfangið innheimta@syslumenn.is

Dagsektir sem hafa ekki verið innheimtar falla niður ef sektarþoli verður síðar við kröfum Vinnueftirlitsins.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15