Fara beint í efnið

Málefni:

Ferðaþjónusta

Hefjum störf

Hefjum störf

Ákvæði um framlengingu tekjutengdra bóta rann út 31. janúar.

Lítil og meðalstór fyrirtæki

Nú er auðveldara fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að ráða fólk og búa sig undir bjartari framtíð en fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur með ríflegum stuðningi. Ráðningartímabilið er sex mánuðir á tímabilinu frá apríl til desember 2021.

  • Fyrirtæki sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.

  • Ráðningin þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda.

  • Fyrirtækið þarf að vera í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum

Þá geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðningarstyrki sem auðvelda
atvinnurekendum að ráða starfsfólk og fjölga atvinnutækifærum þeirra sem eru án atvinnu. Ekkert þak er á fjölda starfsmanna sem fyrirtæki geta ráðið með þessu úrræði.

  • Atvinnurekandi sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 1 mánuð fær styrk sem nemur allt að 307.430 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 342.784 kr.

  • Ráðning atvinnuleitanda þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda.

  • Stofnun, sveitarfélag, félagasamtök eða fyrirtæki verða að vera í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Sveitarfélög og opinberar stofnanir

Til að koma til móts við þann hóp sem er við það að fullnýta bótarétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hefur ekki fengið atvinnu við lok bótatímabilsins verður farið í sérstakar aðgerðir til að aðstoða einstaklinga í þessum hópi við að komast aftur inn á
vinnumarkað. Þannig greiðir Vinnumálastofnun ráðningarstyrk í allt að sex mánuði vegna ráðningar einstaklinga sem eru við það að ljúka bótarétti og er heimilt að lengja um aðra sex fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Skilyrði er að ráðinn sé einstaklingur sem á sex mánuði eða minna eftir af bótarétti.

Þá er sveitarfélögum einnig heimilt að ráða til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tímabilinu 1. október til 31. desember 2020.

  • Stofnun eða sveitarfélag sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 24 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.

  • Ráðning atvinnuleitanda þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda.

  • Stofnun eða sveitarfélag verður að vera í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Félagasamtök

Félagasamtökum, sem rekin eru til almannaheilla og án hagnaðarsjónarmiða, er gert kleift að stofna til tímabundinna átaksverkefna í vor og sumar. Skilyrði fyrir ráðningarstyrk er að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur.

  • Styrkurinn nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. 

  • Til viðbótar geta frjáls félagasamtök fengið sérstakan styrk sem nemur allt að 25% af fjárhæð þess styrks sem greiddur er hverju sinni vegna kostnaðar hlutaðeigandi félagasamtaka í tengslum við þau tímabundnu átaksverkefni sem um ræðir. 

  • Ráðning atvinnuleitanda þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda og félagasamtökin þurfa að hafa a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.

  • Félagasamtökin verða að vera í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Frekari upplýsingar um úrræðin má finna á hefjumstorf.is

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng