Fara beint í efnið

Akstur og bifreiðar

Bifhjólaréttindi

Sækja um réttindi til að keyra bifhjól

Aldursskilyrði fyrir flokka bifhjóla eru:

AM-flokkur - 15 ára:

 • bifhjól með hámarkshraða 45 km/klst, til dæmis vespur og skellinöðrur

 • bifhjól á tveimur eða þremur hjólum

A1-flokkur - 17 ára:

 • bifhjól á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, slagrými að hámarki 125 cm3, afl að hámarki 11kW og afl/þyngdarhlutfall að hámarki 0,1 kW/kg

 • bifhjól á þremur hjólum með hámarksafl 15kW

 • veitir einnig AM réttindi

A2-flokkur - 19 ára:

 • bifhjól á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, afl að hámarki 35kW, afl/þyngdarhlutfall að hámarki 0,2 kW/kg

 • bifhjól sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl

 • veitir einnig AM og A1 réttindi

A-flokkur - 24 ára (nema 21 árs ef þú tókst A2 19 ára)

 • bifhjól á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns

 • bifhjól á þremur hjólum með afl meira en 15kW

 • veitir einnig AM, A1 og A2 réttindi

Sækja má um að byrja að læra 3 mánuðum fyrir afmælisdag.

Nánari upplýsingar um flokka ökuréttinda er að finna í reglugerð um ökuskírteini (6. grein).

Kostnaður

Ökuskírteini fyrir létt bifhjól, AM próf, kostar 4.000 krónur. 

Ökuskírteini fyrir þungt bifhjól, A próf, kostar 8.000 krónur.

Umsóknarferli

Sýslumaður sendir próftökuheimild til Frumherja og þá má umsækjandi hefja nám. Próf eru pöntuð hjá Frumherja.

Að loknu prófi getur ökumaður sótt bráðabirgðaakstursheimild til sýslumanns gegn framvísun staðfestingar frá prófdómara. 

Fylgigögn

 • Með umsókninni þarf að fylgja passamynd.

 • Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða á við annan heilsufarsvanda að stríða sem getur haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. 

Sækja um réttindi til að keyra bifhjól

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Lögreglan