Handbók vefstjóra: Vefmælingar og umferð
Lykilhugtök tengd vefumferð
Bouncerate (eða brottfallshlutfall) er mæling sem sýnir hlutfall gesta sem yfirgefa viðkomandi síðu eftir að hafa heimsótt aðeins eina síðu, án þess að gera nokkuð fleira. Hlutfallið gefur vísbendingu um gæði heimsókna - hátt brottfallshlutfall getur bent til þess að notendur finni ekki það sem þeir leita að eða að efnið höfði ekki til þeirra.
Unique visitors (stakir notendur): Fjöldi einstakra notenda sem heimsækja vefsíðuna þína á tilteknu tímabili. Hver notandi er talinn aðeins einu sinni, óháð því hversu oft hann heimsækir síðuna. Gefur til kynna raunverulega útbreiðslu vefsíðunnar og stærð áhorfendahópsins
Page views (síðuflettingar): Heildarfjöldi skipta sem síður á vefnum þínum eru skoðaðar. Ef einn notandi heimsækir 5 síður, telst það sem 5 síðuflettingar en ef notandi heimsækir sömu síðuna tvisvar, telst það sem 2 síðuflettingar. Mæling á heildarnotkun og virkni á vefsíðunni
Top sources segja okkur hvaðan notendur eru að koma inn á síðu:
Organic Search: Notendur sem finna þig í gegnum leitarvélar (Google, Bing, o.s.frv.)
Direct: Notendur sem slá vefslóðina beint inn eða nota bókamerki
Referral: Umferð frá öðrum vefsíðum sem vísa í þína síðu
Social: Umferð frá samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, Twitter/X
Event er hugtak sem er notað yfir atburð eða aðgerð sem notandi framkvæmir á vefnum, s.s. að smella á hnapp, skrá sig, spila myndband eða skrolla niður síðu.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?