Handbók vefstjóra: Vefmælingar og umferð
Feitletrun
Feitletrun
Notum feitletrun sparlega. Óhófleg notkun leiðir til þess að notandinn á erfitt með að átta sig á hvaða hlutum efnisins hann ætti að veita athygli.
Til að leggja áherslu á orð eða setningarhluta má nota punktalista, millifyrirsagnir eða með því að hafa orðin framarlega í setningunni sem um ræðir.
Feitletrun hentar vel til dæmis þegar verið er að vísa til hluta af viðmóti vefsins.
Dæmi:
✅ Eftir innskráningu skal velja Staðfesta tölvupóstfang til að klára skráninguna.
❌ Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?