Handbók vefstjóra: Algengt vesen
Endurvísanir (redirects)
Endurvísanir (redirects)
Endurvísanir er leið til að láta ákveðna slóð, til dæmis /vinnuskoli2020 vísa notendum sjálfkrafa inn á nýja slóð /vinnuskoli2021
Nauðsynlegt er að gera endurvísun þegar verið er að breyta slóðum á greinum af því að:
fólk getur verið með gamla slóð vistaða hjá sér í (bookmark)
leitarvélar muna gamlar slóðir og þær geta verið að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum
við viljum ekki að fólkið sem notar vefinn lendi á villusíðu af því að gömul slóð er ekki lengur virk - nema auðvitað að verið sé að fjarlægja grein og engin ný grein leysi hana af hólmi
Endurvísun (redirects) uppsetning
Velja Add Entry og 404 Redirects.
Í Title - er gott að gefa endurvísun lýsandi heiti.
Urls list (required) - setja inn slóðina sem á að vísa frá t.d. /vinnuskoli2020 og ýta á Enter til að staðfesta valið.
Explicit Redirect - setja inn slóðina sem á að vísa á t.d. /vinnuskoli2021
Slóð þarf ekki að innihalda lénið eins og island.is og alltaf byrja slóð sem unnið er með á skástriki.
Athugið að fyrir enska útgáfu af síðu þarf að gera sér 404 Redirect sama ferli og lýst er hér að ofan. En setja þá inn sömu ensku slóðina sem á að vísa frá á íslensku og ensku (þar sem íslenska er required).
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?