Handbók vefstjóra: Algengt vesen
Breyting í Contentful skilar sér ekki inn á live-vefinn
Algengast er að viðkomandi færsla hafi ekki verið Publish-að, eða að einhver tenging sem vísað er til í færslunni hafi ekki verið birt. Það gæti t.d. verið hlekkur í fleka.
Einnig er möguleiki á að sync-þjónusta sé rangt stillt ef breytingin er innan flekans eða efnis sem er vitnað í á síðunni. Prófið að gera litla breytingu á síðunni sjálfri (t.d. bæta við bili eða punkt í inngangstexta) og vista.
Ef það virkar þarf að fá forritara til að breyta stillingu í sync-þjónustu.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?