Fara beint í efnið

Hvernig sæki ég stafrænt ökuskírteini í Android síma?

Byrjaðu á því að sækja veskisappið frá Smartwallet.

Hægt er að nálgast stafrænt ökuskírteini á tvo vegu:

Beint úr Ísland.is appinu, við mælum með því.

1. Skráðu þig inn í Ísland.is appið með rafrænum skilríkjum

2. Þar smellirðu á „Skírteini“ sem er neðst vinstra megin

3. Smelltu á ökuskírteinið

4. Veldu "Senda í síma/Add to wallet"

Á Mínum síðum Ísland.is – athugaðu að þá þarftu að vera með annað tæki við höndina þar sem QR kóðinn birtist.

1. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum í öðru tæki en því sem þú vilt setja skírteinið upp á

2. Smelltu á Skírteini sem er vinstra megin á síðunni

3. Smelltu á skírteinið og veldu "Senda í síma"

4. Skannaðu QR kóðann með myndavélinni í símanum sem þú vilt setja skírteinið upp á og smelltu á hlekkinn sem birtist

5. Veldu "Sækja skrá"

6. Veldu "Leyfa"

7. Veldu "Bæta við"

Þú nálgast skírteinið í Smartwallet appinu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: