Fara beint í efnið

Hvernig er sótt um ferðakostnað og hvaða gögnum þarf að skila inn

Vegna ferða fyrir 01.07. 2024 þarf að skila inn vottorðinu Staðfesting á nauðsynlegri ferð sjúklings utan heimahéraðs frá lækni eða ljósmóður ásamt kvittun fyrir fargjaldi.

Vegna ferða frá 01.07. 2024 þarf að skila inn kvittunum fyrir fargjaldi.

Ef Sjúkratryggingum hefur ekki borist rafrænar upplýsingar um komu/innlögn frá meðferðaraðila þarf einnig að skila inn staðfestingu á komu/komureikningi frá meðferðaraðila.

Þegar um alvarlegan sjúkdóm er að ræða þarf auk þess alltaf að skila inn Skýrslu vegna ferðakostnaðar sjúklings innanlands frá lækni eða ljósmóður til þess að sækja um ferðakostnað.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?