Fara beint í efnið

Hvað fæ ég mikið endurgreitt vegna ferðakostnaðar?

Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða, í hverri ferð er sjúklingshluti sem að hámarki er 1.500 krónur.

Af heildarkostnaði flugferðar dregst sjúklingshlutinn 1.500 krónur frá. Ef ferðast er með einkabifreið lengra en 20 kílómetra til að komast í flug bætist sá kostnaður við heildarkostnað ferðarinnar en sjúklingshlutinn verður ekki hærri.

Þegar ferðast er með einkabifreið er greitt kílómetragjald á ekna kílómetra og fer það eftir vegalengd hver sjúklingshlutinn er í ferðinni. Hann verður þó aldrei hærri en 1.500 krónur.

Kílómetragjald á ekinn kílómeter er 40,16 krónur en breytist í hlutfalli við akstursgjald ríkisstarfsmanna samkvæmt auglýsingu ferðakostnaðarnefndar á hverjum tíma.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?