Samgöngustofa: Önnur þjónusta Samgöngustofu
Í hvaða tilfellum þarf ökuritakort?
Ökuritakort þarf að nota við farmflutninga þegar leyfilegur hámarksmassi bifreiðar, að meðtöldum eftirvögnum er meiri en 3.500 kg, eða farþegaflutninga með bifreið sem er hönnuð eða varanlega útbúin til að flytja fleiri en níu farþega, að ökumanni meðtöldum, og ætluð er til slíkra flutninga. Reglugerðin tekur ekki til flutninga sem eru ekki í atvinnuskyni utan farmflutninga með vörubifreið eða annarri bifreið sem dregur eftirvagn eða tengitæki enda sé leyfð heildarþyngd bifreiðar eða vagnlestar meiri en 7.500 kg.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?