Fyrir Grindavík: Afkoma og laun
Sem launaþegi en ekki í fastri vinnu, hvernig sný ég mér varðandi laun?
Fólk sem er ekki með vinnu eða í hlutastarfi og hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum og hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, er bent á ráðgjafa félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar. Hægt er að koma í Þjónustumiðstöðina í Tollhúsi og panta viðtalstíma fyrir ráðgjöf eða hafa samband í síma Grindavíkurbæjar, s. 420 1100, og óska eftir viðtalstíma.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?