Fara beint í efnið

Aðgangur að lyfjagagnagrunni

Aðgangur lækna

Lyfjagagnagrunnur er öruggur rafrænn aðgangur þar sem læknar geta ávísað lyfjum á rafrænan hátt, fylgst með lyfjasögu sjúklinga sinna og hvaða lyf eru óútleyst í gátt. Hægt er að nálgast lyfjaupplýsingar yfir sjö ára tímabil í senn. Allir læknar hafa aðgang að lyfjagagnagrunni, annað hvort beint úr sjúkraskrárkerfi eða með því að skrá sig inn á sérstaka síðu með rafrænum skilríkjum.

Innskráning í lyfjagagnagrunn

Í lyfjagagnagrunni geta læknar:

  • Séð rafrænar, pappírs- og símsendar lyfjaávísanir sjúklinga sinna

  • Séð allar lyfjaafgreiðslur sjúklinga sinna

  • Ógilt lyfseðil

  • Skrifað og sent rafrænan lyfseðil

  • Endurnýjað rafrænan lyfseðil

Allar lyfjaávísanir og afgreiðslur sjúklinga eru aðgengilegar öllum læknum til uppflettingar óháð því hvaða læknir ávísaði lyfinu og hvar hann var staðsettur innan heilbrigðiskerfisins.

Lyfjaupplýsingar uppfærast sem næst rauntíma. Gerð er krafa um hæsta fullvissustig þegar læknar eða einstaklingar auðkenna sig við innskráningu í gagnagrunninn, sem þýðir að gerð er krafa um rafræn skilríki.

Aðgangur einstaklinga

Í Heilsuveru geta einstaklingar nálgast eigin lyfjaupplýsingar á öruggan rafrænan máta og án tafar, hvar og hvenær sem er. Þar má finna upplýsingar um lyfjaávísanir og afgreidd lyf einstaklinga. Upplýsingarnar eru því ekki bundnar við þá stofnun/læknastofu þar sem upplýsingarnar voru skráðar.

Foreldrar hafa aðgang að lyfjaupplýsingum barna sinna að 16 ára aldri.

Þetta er liður í einstaklingsmiðaðri rafrænni sjúkraskrá og rafrænum samskiptum, sem tryggja skilvirkt og öruggt aðgengi að viðeigandi rauntímaupplýsingum á landsvísu.

Tengt efni

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis