Fara beint í efnið

Vinnusamingur öryrkja

Atvinnurekandi getur fengið hluta af launagreiðslum endurgreiddan með vinnusamningi öryrkja. Skilyrði eru að:

  • starfsmaður sé yngri en 67 ára,

  • starfið sem viðkomandi sinnir sé á almennum vinnumarkaði,

  • viðkomandi fá greiddan örorkulífeyri, örorkustyrk og/eða endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun.

Hafið samband við ráðgjafa Vinnumálastofnunar ef óskað er eftir frekari upplýsingum um ráðningu starfsmanns með skerta starfsgetu.

Netfang: ams@vmst.is

Endurgreiðsla

  • Endurgreiðsluhlutfallið er 75% fyrstu tvö ár einstaklings í starfi. Hlutfallið lækkar síðan um 10% með tólf mánaða millibili þar til 25 % lágmarks endurgreiðsluhlutfalli er náð

  • Aldrei er endurgreitt fyrir meira en 100% starfshlutfall.

  • Endurgreiðsla nær til fastra launa. Í sérstökum tilvikum er einnig endurgreitt vegna yfirvinnu, bónusgreiðslna eða álagsgreiðslna. Slíkt þarf að taka fram í umsókn um endurgreiðslusamning.

  • Endurgreiðslusamningar skulu vera í samræmi við gildandi kjarasamninga í þeirri starfsgrein sem starfið tilheyrir. Samningurinn skal aldrei vera lægri en lágmarkslaun.

  • Endurgreiðslusamningur gildir ekki sem ráðningarsamningur.

Um samningana

  • Gildistími getur aldrei verið lengri en gildistími örorkumats, endurhæfingarlífeyris eða slysaörorkubóta starfsmanns.

  • Samningur getur að hámarki verið til tveggja ára í senn. Hægt er að framlengja samning sem er að renna út með milligöngu umsjónaraðila.

  • Ef laun með öllum aukagreiðslum fara yfir 914.824 kr. á mánuði, það er meðaltals-mánaðarlaun á ári, falla greiðslur Tryggingastofnunar niður og þar af leiðandi samningur líka úr gildi.

  • Komi til slita á ráðningarsambandi milli atvinnurekanda og starfsmanns á gildistíma samnings fellur samningur einnig úr gildi.

  • Ef lífeyrisgreiðslur til starfsmanns falla niður fellur samningur úr gildi.

Gerð samninga

Ráðgjafar Vinnumálastofnunar sjá um gerð samninga. Hafa samband: ams@vmst.is

Leiðbeiningar

Á Mínum síðum atvinnurekenda er hægt að:

  • staðfesta vinnusamninga,

  • setja inn launaupplýsingar vegna endurgreiðslu.

Atvinnurekendur geta veitt starfsmönnum sínum umboð til að fara inn á mínar síður. Fyrirspurnir má senda á netfangið: greidslur@vmst.is.

Myndbönd

Útskýringar fyrir atvinnurekendur. Myndböndin eru á YouTube.

Upplýsingagjöf

Breytingar á rekstri fyrirtækis

Verði breytingar á rekstri fyrirtækis, til dæmis á eignarhaldi eða skráningu, er nauðsynlegt að nýir aðilar taki vinnusamning yfir vilji þeir halda starfsmanni á vinnusamningi. Vinnumálastofnun metur hvort heimilt er að yfirtaka samning.

Upplýsingar til skattyfirvalda

Vinnumálastofnun á að veita skattyfirvöldum árlega upplýsingar um endurgreiðslur vegna vinnusamninga öryrkja til atvinnurekanda.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun