Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vikulegt og mánaðarlegt eftirlit áhafnar með búnaði

Vikulegt og mánaðarlegt eftirlit áhafnar með búnaði

Útgerð skips skal hafa kerfi til að halda utan um eftirlit með búnaði skipsins. Áhöfnin skal framkvæma vikulegt og mánaðarlegt eftirlit í samræmi við gátlista og halda skal skrár um slíkt eftirlit. Með búnaði fylgja oft leiðbeiningar frá framleiðanda um m.a. vikulegt og mánaðarlegt eftirlit.

1. Vikulegt eftirlit samkvæmt gátlista

Sjónskoðun á björgunarförum, léttbátum og sjósetningarbúnaði þeirra.

Gangsetning og prófun á vélum léttbáta og tendum atriðum

Prófun á almenna viðvörunarkerfinu

2. Mánaðarlegt eftirlit samkvæmt gátlista

Skoðun á björgunarbúnaði, þar á meðal búnaði léttbáta, skal fara fram mánaðarlega með því að nota gátlistann sem krafist er í reglu 36.1 til að tryggja að þau séu heil og í góðu lagi. Mánaðarlegt eftirlit skal skráð í skips dagbók.

Reglutilvísun: Reglugerð nr. 666/2001, III. kafli, regla 12, sem vísar í SOLAS samþykktina, III. kafla, reglu 20 og reglu 36. Sjá nánar reglu 20.6 vikulegt eftirlit, reglu 20.7 mánaðarlegt eftirlit.

Regla III/12 Ástand búnaðar, viðhald og skoðanir (R 20)

NÝ OG GÖMUL SKIP Í FLOKKI B, C OG D:

.1 Allur björgunarbúnaður skips skal vera í lagi og reiðubúinn til notkunar áður en skip leggur úr höfn og ávallt

þegar það er á siglingu.

.2 Viðhald og eftirlit með björgunarbúnaði skal fara fram í samræmi við ákvæði SOLAS-reglu III/20.

Skoðunaratriði:

3221 Þjónustubók skipsins

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa