Viðbótartegundarskírteini - STC
Viðbótartegundarskírteini (STC) eru veitt vegna breytinga á flugvél, vél eða hreyfli og er því viðbót við fyrra skírteini.
Þann 1. júní 2005 gerðist Ísland aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Eftir þá dagsetningu er aðeins heimilt að nota STC sem eru með EASA samþykki fyrir EASA loftför skráð á Íslandi. Ef slíkt samþykki er ekki fyrir hendi þarf að afla samþykkis EASA.
Öll STC sem voru í loftförum skráðum á Íslandi fyrir 1. júní 2005 er hægt að nýta áfram án sérstaks samþykkis EASA þar sem þau falla undir afarétt ("grandfather right").
Þau STC sem voru í íslenskum loftförum fyrir inngönguna í EASA hafa nú verið skráð í gagnagrunn Samgöngustofu. Þó er aðeins um að ræða skráningar sem flugrekendur og eigendur loftfara tilkynntu fyrir inngönguna. Ætla má að gögnin séu nokkuð tæmandi fyrir stærri loftför en töluvert vantar upp á þegar kemur að minni loftförum. Hægt er að skoða öll skráð STC á Íslandi, raðað eftir flugvélategund.
Evrópsk STC
Hægt er að skoða þau STC sem EASA hefur gefið út frá 3. júní 2004. STC með "grandfather right“ miðast við 29. september 2003 og er þeirra ekki getið á listanum. EASA áformar að bæta við listann, öllum þeim STC sem voru samþykkt á tímabilinu, október 2003 til júní 2004.Hægt er að skoða STC sem skráð eru hjá evrópskum flugmálastjórnum:
Bandarísk STC
STC frá bandarísku flugmálastjórninni (FAA) þurfa viðurkenningu EASA til að teljast lögleg í Evrópu.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa