Fara beint í efnið

Vernd persónuupplýsinga á netinu

Það er mikilvægt að við séum meðvituð um það hvaða upplýsingum við kjósum að deila á samfélagsmiðlum og á netinu almennt. Þetta á bæði við um upplýsingar um okkur sjálf og aðra – ekki síst þegar um er að ræða börn eða aðra einstaklinga sem geta ekki sjálfir haft áhrif á eða fylgst með miðlun upplýsinganna.

Öryggi á netinu

Fyrirtæki og stofnanir sem safna og nota þínar upplýsingar bera ábyrgð á að tryggja öryggi þeirra. Það er þó ýmislegt sem þú getur gert til að vernda þig gegn misnotkun á persónuupplýsingum þínum eða tryggja að friðhelgi þín sé virt á þann hátt sem þú velur.

Hvernig vernda ég persónuupplýsingar mínar á netinu?

Þú getur gert ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar á netinu. Notaðu sömu skynsemi og þú myndir gera þegar þú ert beðinn um persónulegar upplýsingar á pappír eða í persónu.

Þú getur til dæmis íhugað:

  • hver er að safna upplýsingum?

  • hvað verður gert við þær?

  • eru þær nauðsynlegar?

  • hverjar eru afleiðingarnar fyrir mig?

Persónuverndarstefna og notendaskilmálar

Athugaðu persónuverndarstefnu eða notendaskilmála viðkomandi fyrirtækis til að komast að því hvað á að gera við upplýsingarnar þínar. Persónuverndarstefna er yfirlýsing sem á að segja þér:

  • hver er að safna upplýsingum þínum,

  • í hvað á að nota þær, og

  • hvort þeim verði deilt með öðrum.

Ef fyrirætlanir eru ekki skýrar skaltu biðja viðkomandi fyrirtæki um frekari upplýsingar áður en þú gefur upp persónulegar upplýsingar, sérstaklega ef þær eru viðkvæmar.

Fyrirtæki gæti viljað nota persónuupplýsingar þínar til að senda þér markaðsefni eða gefa öðrum upplýsingar þínar til markaðssetningar. Þú átt að fá tækifæri til að afþakka eða hætta að fá slíkt markaðsefni.

Góð ráð til að auka öryggi

Allir ættu að vera vakandi fyrir hættum á netinu, svo sem persónuþjófnaði, svikapóstum og ósamþykktri miðlun upplýsinga.

Það er mikilvægt að:

  • hafa sterkt lykilorð

  • vera varkár með hvaða upplýsingar eru settar á netið

  • lesa skilmála áður en persónuupplýsingar eru gefnar upp

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820