Fara beint í efnið

Veiðibann

Eftirlitsmenn lengdarmæla fisk og fari hlutfall smáfisks í afla yfir ákveðin mörk er svæðin lokað tímabundið. Er þá  gripið til skyndilokunar á svæðinu sem gildir í tvær vikur. Einnig er ákveðnum svæðum lokað yfir hrygningartímann til að vernda hrygningarfisk.

Á Hafsjá er að finna yfirlit yfir þau svæði þar sem veiðar eru bannaðar bæði skyndilokanir og reglugerðarlokanir. Reynt er eftir fremsta megni að hafa allar upplýsingar uppfærðar. Sé munur á þeim upplýsingum sem þar koma fram og þeim upplýsingum sem birtar eru með stjórnskiplegum hætti þá gildir sá texti.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa