Fara beint í efnið

Veiðar á sel

Selveiðar eru bannaðar á Íslandi hvort sem um ræðir í sjó, ám eða vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Leyfið er veitt til eigin nytja og er gefið út fyrir hvert almanaksár.

Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð.

Umsókn

Umsóknir eru auglýstar 1. september og er umsóknarfrestur til 1. október og gilda næsta almanaksár.

Umsókn um selveiðar til eigin nytja

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókn:

  • Við hvaða land áformað er að veiða.

  • Hvaða veiðiaðferð verður notuð.

  • Fjöldi sela sem sótt er um til að veiða

  • Upplýsingar um veiði umsækjanda síðustu 5 ár.

  • Eignarheimild eða samningur við eiganda viðkomandi lands.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa