Veiðar á sel
Selveiðar eru bannaðar á Íslandi hvort sem um ræðir í sjó, ám eða vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Leyfið er veitt til eigin nytja og er gefið út fyrir hvert almanaksár.
Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð.
Umsókn
Umsóknir eru auglýstar 1. september og er umsóknarfrestur til 1. október og gilda næsta almanaksár.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókn:
Við hvaða land áformað er að veiða.
Hvaða veiðiaðferð verður notuð.
Fjöldi sela sem sótt er um til að veiða
Upplýsingar um veiði umsækjanda síðustu 5 ár.
Eignarheimild eða samningur við eiganda viðkomandi lands.
Þjónustuaðili
Fiskistofa