Landsskipulag
Ný vefsíða Skipulagsstofnunar væntanleg
5. desember 2024
Undanfarna mánuði hefur Skipulagsstofnun unnið að nýjum vef stofnunarinnar sem verður formlega opnaður um miðjan desember. Skipulagsstofnun mun þar með færa sig undir hatt Ísland.is, líkt og fjölmargar ríkisstofnanir hafa gert á undanförnum misserum.
Skipulagsstofnun heldur einnig úti vefjum fyrir verkefni tengd landsskipulagsstefnu og skipulagi haf- og strandsvæða. Unnið hefur verið samhliða að nýjum vefjum fyrir landsskipulag og hafskipulag sem einnig munu flytjast undir hatt island.is.
Von er til að breytingin muni koma sér vel, bæði fyrir stofnunina og notendur. Vefirnir og efni þeirra verður sett fram með þarfir notenda að leiðarljósi, þar sem aðgengi að upplýsingum og þjónustu á ávallt að vera eins og best verður á kosið. Ísland.is er ætlað að vera miðlæg þjónustugátt þar sem markmiðið er að hægt verði að nálgast allar upplýsingar um opinbera þjónustu á einum stað. Þannig verður efni nýs vefs stofnunarinnar aðgengilegt öllum notendum island.is í gegnum leit og leiðakerfi vefsins.
Við opnun á nýjum vef mun slóðin www.skipulag.is vísa á nýja síðu stofnunarinnar á island.is, um leið verður uppfærslu á eldri vef hætt. Það sama á við um vefina landsskipulag.is og hafskipulag.is