Landsskipulag
Vinna við útfærslu tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026
7. nóvember 2014
Vinna við útfærslu tillögu að landsskipulagsstefnu stendur nú yfir hjá Skipulagsstofnun. Stefnuskjalið mun samanstanda af sjálfri stefnunni og greinargerð. Landsskipulagsstefnu er annars vegar framfylgt í gegnum skipulagsgerð sveitarfélaga og hins vegar í gegnum önnur verkefni hins opinbera.
Vinna við útfærslu tillögu að landsskipulagsstefnu stendur nú yfir hjá Skipulagsstofnun. Stefnuskjalið mun samanstanda af sjálfri stefnunni (leiðarljós, markmið og leiðir) og greinargerð (skýringar við stefnu og umhverfismat). Landsskipulagsstefnu er annars vegar framfylgt í gegnum skipulagsgerð sveitarfélaga og hins vegar í gegnum önnur verkefni hins opinbera. Í vinnu við útfærslu landsskipulagsstefnu er leitast við að stefnan veiti skýra leiðsögn um stefnu stjórnvalda um skipulagsmál. Í tengslum við útfærslu tillögunnar hafa á síðustu vikum verið haldnir fjölmargir fundir með fulltrúum sveitarfélaga og stofnana sem með einhverjum hætti koma að stefnunni í gegnum verkefni sem tengjast framfylgd hennar eða mikilvægum áætlunum sem samþættast inn í stefnuna.
Þegar tillaga að landsskipulagsstefnu liggur fyrir verður hún auglýst opinberlega þar sem öllum gefst kostur á að gera athugasemdir innan átta vikna frá birtingu auglýsingar. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að tillagan yrði auglýst í lok október, en ljóst er að seinkun verður þar á.