Fara beint í efnið

Landsskipulag

Umsögn Skipulagsstofnunar um athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu

9. maí 2012

Umsögn Skipulagsstofnunar um athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu

Skipulagsstofnun hefur farið yfir framkomnar ábendingar og athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu 2013-2024, ásamt matslýsingu vegna umhverfismats. Í meðfylgjandi greinargerð er umsögn stofnunarinnar um framkomnar athugasemdir skv. 16. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011.

Skipulagsstofnun hefur farið yfir framkomnar ábendingar og athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu 2013-2024, ásamt

matslýsingu vegna umhverfismats. Í meðfylgjandi greinargerð er umsögn stofnunarinnar um framkomnar athugasemdir skv. 16. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011.

Athugasemdir og ábendingar bárust frá sjö aðilum á kynningartímanum og er afrit athugasemda birt í viðauka. Athugasemdir bárust frá: Akureyrarbæ, Bláskógabyggð, Landsneti, Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stefáni Þ. Ingólfssyni og skipulags- og byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu- og Flóahrepps. Þessum aðilum er þakkað fyrir þeirra framlag.