Fara beint í efnið

Landsskipulag

Samantekt af samráðsfundum

20. mars 2014

Samantekt af samráðsfundum

Skipulagsstofnun hefur tekið saman samantekt af samráðsfundum sem stofnunin hélt í febrúar og mars í tengslum við kynningu lýsingar Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Haldnir voru sex fundir, í Reykjavík, Borgarnesi, Selfossi, Egilsstöðum, Ísafirði og Akureyri.

Í samantektinni eru teknar saman helstu hugmyndir og ábendingar sem komu fram á fundunum og byggir hún á punktum sem hópstjórar tóku saman. Til einföldunar eru punktarnir dregnir saman með það fyrir augum að draga fram helstu atriði sem komu fram en ekki er um að ræða fundargerð fyrir umrædda fundi.

Auk samantektarinnar urðu til tæplega 100 kort sem verða nýtt í áframhaldandi vinnu við landsskipulagsstefnu. Kortunum er eingöngu dreift til faghópa Skipulagsstofnunnar og ráðgjafarnefndar og verða því ekki aðgengileg á vefsíðu landsskipulagsstefnu.

Samantekt af samráðsfundum

Samantekt af samráðsfundum (pdf útgáfa)