Landsskipulag
Rýni á samráðsferli við mótun landsskipulagsstefnu 2015-2026
10. nóvember 2015
Skipulagsstofnun hefur fengið ráðgjafa hjá Capacent til að vinna úttekt á samráðsferli vegna landsskipulagsstefnu.
Skipulagsstofnun hefur fengið ráðgjafa hjá Capacent til að vinna úttekt á samráðsferli vegna landsskipulagsstefnu. Meginmarkmið verkefnisins er að afla upplýsinga sem geta nýst til að styrkja og bæta ferlið í næstu umferð mótunar landsskipulagsstefnu. Úttektin verður byggð á almennri gagnaöflun, viðtölum og vinnufundum við hagsmunaaðila og greiningu gagna. Afurð verkefnisins verður skýrsla þar sem fjallað er um skoðanir og ábendingar hagsmunaaðila.