Landsskipulag
Landsskipulagsstefna - Samráðsvettvangur vegna mótunar landsskipulagsstefnu
30. janúar 2012
Skipulagsstofnun hefur í samræmi við reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011 stofnað sérstakan samráðsvettvang við mótun landsskipulagsstefnu.
Skipulagsstofnun hefur í samræmi við reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011 stofnað sérstakan samráðsvettvang við mótun landsskipulagsstefnu.
Skipulagsstofnun býður hér með þeim sem hafa áhuga á eða eiga hagsmuna að gæta að skrá sig á samráðsvettvang við gerð landsskipulagsstefnu 2012 - 2024.
Áherslur í fyrstu landsskipulagsstefnu eru:
1. Miðhálendi Íslands2. Búsetumynstur - dreifing byggðar3. Skipulag haf– og strandsvæða
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is
Skráning tengiliða sendist til Skipulagsstofnunar Laugavegi 166, 105 Reykjavík eða í netfangiðlandsskipulag@skipulagsstofnun.is
l