Fara beint í efnið

Landsskipulag

Kynningarfundur um tillögu að landsskipulagsstefnu

23. nóvember 2020

Kynningarfundur um tillögu að landsskipulagsstefnu

Skipulagsstofnun hélt fimmtudaginn 19. nóvember sl. kynningarfund á vefnum um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst var til kynningar 13. nóvember. Fundinum var streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar og má nálgast upptöku af fundinum og glærur hér að neðan.

Í tillögu Skipulagsstofnunar er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða með tilliti til laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.

Á kynningarfundinum var fjallað um aðdraganda og uppbyggingu tillögunar og farið yfir viðfangsefni hennar. Á meðan á kynningunni stóð gafst áhorfendum tækifæri til að senda inn spurningar sem bornar voru upp við lok dagskrár.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021.

Glærur af kynningarfundi