Landsskipulag
Endurskoðun á forsenduskjölum landsskipulagsstefnu
13. mars 2013
Skipulagsstofnun er að hefja endurskoðun á helstu forsenduskjölum landsskipulagsstefnu, það er endurskoðun á Yfirliti um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varðar landnotkun og Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála.
Skipulagsstofnun er að hefja endurskoðun á helstu forsenduskjölum landsskipulagsstefnu, það er endurskoðun á Yfirliti um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varðar landnotkun og Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála. Stofnunin leggur áherslu á að þessi forsenduskjöl verði endurskoðuð og uppfærð reglulega með það að markmiði að þau verði lifandi, nýtist við endurskoðun landsskipulagsstefnu og skipulagsgerð sveitarfélaganna.
Yfirlit um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varðar landnotkun
Áætlað er að haustið 2013 liggi fyrir uppfært yfirlit sem birt verður á heimasíðu landsskipulagsstefnu en byggt verður á núverandi yfirliti og það endurbætt. Umfjöllun um einstakar áætlanir verður dýpkuð með það að markmiði að draga upp gleggri mynd af stöðu áætlana á landsvísu er varða landnotkun og samþættingu þeirra í landsskipulagsstefnu og aðalskipulagi sveitarfélaganna.
Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála
Byggt verður á núverandi greinargerð og hún uppfærð og endurbætt eftir því sem gögn gefa tilefni til. Markmiðið er að haustið 2013 liggi fyrir uppfærð greinargerð sem birt verður á heimasíðu landsskipulagsstefnu. Leitast verður við að setja fram á aðgengilegan hátt lykiltölur úr aðalskipulagi sveitarfélaganna og eftir atvikum önnur gagnasöfn sem geta nýst við endurskoðun landsskipulagsstefnu og skipulagsgerð sveitarfélaganna.