Landsskipulag
Drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024
21. ágúst 2012
Skipulagsstofnun hefur tekið saman drög að samræmdri stefnu ríkisins um skipulagsmál. Drögin voru kynnt og rædd á samráðsfundi 17. ágúst.
Skipulagsstofnun hefur tekið saman drög að samræmdri stefnu ríkisins um skipulagsmál. Drögin voru kynnt og rædd á
samráðsfundinum 17. ágúst síðastliðnum.
Skipulagsstofnun óskar hér með eftir ábendingum og athugasemdum við þessi drög, með það að markmiði að eiga þess kost að betrumbæta þau áður en tillaga að landsskipulagsstefnu verður auglýst í haust. Hægt er að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum í netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is fyrir 1.sept. ( 2012).
Allar athugasemdir verða birtar á heimasíðunni og þær nýttar við vinnslu samræmdrar stefnu, en þeim sem gera athugasemdir verður ekki svarað sérstaklega.