Landsskipulag
Athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu 2013-2024
13. apríl 2012
Lýsing landsskipulagsstefnu 2013-2024, ásamt matslýsingu vegna umhverfismats var í kynningarferli 8. til 29. mars síðastliðinn. Skipulagsstofnun auglýsti eftir athugasemdum og ábendingum við lýsinguna og gátu allir sem þess óskuðu komið athugasemdum á framfæri við stofnunina. Alls bárust athugasemdir og ábendingar frá sjö aðilum og er þeim þakkað fyrir þeirra framlag.
Lýsing landsskipulagsstefnu 2013-2024, ásamt matslýsingu vegna umhverfismats var í kynningarferli 8. til 29. mars
síðastliðinn. Skipulagsstofnun auglýsti eftir athugasemdum og ábendingum við lýsinguna og gátu allir sem þess óskuðu komið athugasemdum á framfæri við stofnunina. Alls bárust athugasemdir og ábendingar frá sjö aðilum og er þeim þakkað fyrir þeirra framlag. Í byrjun maí verður birt yfirlit yfir framkomnar ábendingar og athugasemdir og greinargerð Skipulagsstofnunar um hvernig fyrirhugað er að vinna úr þeim við mótun landsskipulagsstefnu. Þar verður jafnframt gerð grein fyrir umsögn stofnunarinnar við framkomnar athugasemdir. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir við lýsinguna:
Akureyrarbær.
Bláskógabyggð.
Landsnet hf.
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Skipulags- og byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Stefán Þ. Ingólfsson arkitekt.
Umhverfisstofnun.