Forsetakosningar 2024
Kærur vegna forsetakosninga
Úrskurðarnefnd kosningamála tekur til úrskurðar ýmsar kærur er varða kosningar og kosningaframkvæmd.
Til nefndarinnar má skjóta eftirtöldum ákvörðunum:
Synjun Þjóðskrár Íslands um að taka kjósanda á kjörskrá og um leiðréttingar á kjörskrá.
Ákvörðun landskjörstjórnar um gildi framboðs til forsetakjörs.
Ákvörðunum sem landskjörstjórn tekur samkvæmt öðrum lögum.
Kæru vegna ákvörðunar um hæfi.
Kæru vegna ólögmætis forsetakjörs.
Ákvörðun sem landskjörstjórn tekur samkvæmt öðrum lögum.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um úrskurðarnefnd kosningamála.