Fara beint í efnið

Forsetakosningar 2024

Lýsing úrslita forsetakjörs

10. júní 2024

Landskjörstjórn kemur saman til fundar í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 10:00 þann 25. júní 2024.

Kjörkassi

Með vísan til 120. gr. kosningalaga nr. 112/2021 tilkynnist að landskjörstjórn kemur saman til fundar í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 10:00 þann 25. júní 2024 til að úrskurða um gildi ágreiningsseðla sem henni hefur borist frá yfirkjörstjórnum kjördæma. Að því loknu mun landskjörstjórn lýsa yfir úrslitum í forsetakjöri er fram fór þann 1. júní síðastliðinn.