Forsetakosningar 2024
Ekki þörf á kosningaeftirliti
28. maí 2024
Skrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (ODIHR) hefur gefið út skýrslu eftir þarfagreiningu sína á kosningaeftirliti fyrir forsetakosningarnar á Íslandi.
Viðmælendur skýrsluhöfunda báru allir traust til framkvæmdar kosninganna og kosningaferilsins og getu kjörstjórna til að framkvæmda kosningarnar á faglegan og gagnsæjan hátt. Niðurstaða ODIHR var sú að ekki sé þörf á kosningaeftirliti fyrir kosningarnar.