Fara beint í efnið

Alþingiskosningar 2024

Skil framboða

Framboðsfresti lýkur klukkan 12:00 þann 31. október.

Hægt er að skila framboðslistum rafrænt en landskjörstjórn mun einnig taka við framboðum í öllum sex kjördæmunum.

Ef öll gögn eru rafræn nægir að skila inn framboðum með rafrænum hætti. Þá verða allar undirritanir að vera fullgildar rafrænar undirritanir.

Móttaka framboða

Nánara fyrirkomulag á móttöku framboða verður tilkynnt síðar.

Rafræn skil framboða

Opnað verður fyrri rafræn skil framboða á næstu dögum.

Mælst er til þess að framboð fylli út framboðslista á vefnum, jafnvel þótt ekki öllum gögnum sé skilað rafrænt. Mikill vinnusparnaður er við yfirferð framboðslista hjá landskjörstjórn ef öllum gögnum er skilað rafrænt en athugið að hafa öll gögn við hendina þegar hafist er handa við umsóknina.

Gögn sem þurfa að fylgja framboðum:

  • Tilkynning um framboð.

  • Númer frambjóðenda á framboðslista, kennitala, nafn, lögheimili og staða/starfsheiti frambjóðenda.

  • Undirskrift frambjóðanda, um að hann hafi leyft að setja nafn sitt á listann. Þessi undirskrift má vera rafræn undirritun.

  • Tilkynning um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans með netfangi og símanúmeri, undirritað af umboðsmönnunum.

  • Skýrslu úr meðmælendakerfi með fjölda meðmæla sem safnað var rafrænt eða meðmælum sem safnað var á pappír í frumriti.

Alþingiskosningar 2024

Lands­kjör­stjórn

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510