Fara beint í efnið

Alþingiskosningar 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

21. október 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 7. nóvember

Utankjör - Landskjörstjórn

Kosning utan kjörfundar, vegna kosninga til Alþingis sem fram fara hinn 30. nóvember 2024, hefst fimmtudaginn 7. nóvember 2024.

Innanlands fer kosning utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á sérstökum kjörstað í umdæminu. Nánari upplýsingar verður að finna á vefsvæði sýslumanna.

Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða hjá kjörræðismanni. Utanríkisráðuneytið getur ákveðið að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari einnig fram á öðrum stöðum erlendis. Upplýsingar um staðsetningu sendiskrifstofa er að finna hér.

Kjósendum er bent á að skoða vefsíður og samfélagsmiðla sendiskrifstofa til að sjá opnunartíma fyrir kosningar en hafa beint samband við kjörræðismenn hyggist þeir kjósa hjá þeim. Sjá upplýsingar um sendiskrifstofur Íslands og kjörræðismenn eftir löndum.