Fara beint í efnið

Útfararþjónustuleyfi

Sýslumaðurinn á Suðurlandi sér um útgáfu leyfa til þeirra sem vilja reka útfararþjónustu.
Með útfararþjónustu er átt við sölu á vöru og þjónustu í atvinnuskyni vegna útfara og undirbúnings þeirra. 

Útfararþjónusta getur verið í höndum einstaklinga, félaga, stofnana eða annarra lögaðila, þar á meðal sóknarnefnda og kirkjugarðsstjórna. Þeir einir mega reka útfararþjónustu er til þess hafa fengið leyfi dómsmálaráðuneytisins.

Umsókn og fylgigögn

Umsókn um leyfi til að reka útfararþjónustu á að vera skrifleg.
Í henni þarf að koma fram:

  • nafn, kennitala og lögheimili þess sem sækir um leyfið og forstöðumanns útfararþjónustunnar (ef það er ekki sami aðilinn)

  • heiti væntanlegrar útfararþjónustu

  • aðalstarfstöð og þjónustusvæði

  • lýsing á fyrirhugaðri starfsemi

Fylgigögn 


Skilyrði fyrir leyfisveitingu

Til þess að fá leyfi eða endurnýja leyfi til að reka útfararþjónustu þarf umsækjandi:

  • Að hafa óflekkað mannorð.

  • Að vera búsettur hér á landi, vera lögráða og hafa forræði á búi sínu. Búsetuskilyrðið gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja, sem eru aðilar að samningum um Evrópska efnahagssvæðið, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki. Sanna þarf ríkisborgararétt og búsetu í slíkum tilvikum.

  • Félög og fyrirtæki skulu vera skráð hér á landi og mega ekki vera bundin við nauðasamninga eða bú þeirra undir gjaldþrotaskiptum.

  • Umsækjandi skal sýna fram á að hann hafi til að bera næga kunnáttu eða þekkingu til að rækja starfann.

  • Umsækjandi skal undirrita siðareglur.

Kostnaður

Greiða þarf 5.500 krónur í leyfisgjald við útgáfu útfararþjónustuleyfis.

Leyfið þarf að endurnýja á 5 ára fresti og kostar hver endurnýjun 5.500 krónur. 

Kæruheimild

Heimilt er að kæra synjun sýslumanns um veitingu leyfis til dómsmálaráðuneytis, samanber 21. gr. laga nr. 36/1993.

Lög og reglugerðir

Lög nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Reglugerð nr. 426/2006 um útfararþjónustu

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15