Fara beint í efnið

Umsókn um starfsnám hjá Landi og skógi

Umsókn um starfsfnám

Almennt

Starfsmemar vinna með starfsfólki Lands og skógar að ýmsum verkefnum sem eru mismunandi eftir staðsetningu og árstíma. Þessi staða getur falið í sér blöndu af vettvangsvinnu, aðstoð við skógfræðinga, vinnu við stígagerð og fleira.

Verkleg skógarvinna

Starfsnemar hjá Landi og skógi fá þjálfun og kynningu á hagnýtri skógarvinnu, til dæmis:

  • gróðursetningu,

  • viðhaldi girðinga,

  • grisjun ungskóga,

  • viðarvinnslu í smáum stíl, eldiviðargerð og flettingu timburs.

Vinna við stígagerð og viðhald göngustíga og annarra mannvirkja á útivistarsvæðum í þjóðskógunum getur verið hluti verkefnanna á sumum svæðum. Land og skógur er annars með sérstakt sjálfboðaverkefni í gangi á Þórsmörk sem sótt er um í byrjun árs. Upplýsingar um það verkefni má finna á trailteam.is/.

Aðstoð við rannsóknir

Svið rannsókna og þróunar býður upp á starfsnemastöður á Mógilsá og víðar um land. Helstu verkefni eru:

  • aðstoð við rannsóknir,

  • úttektir á eldri rannsóknum,

Starfsnemar hafa einnig tækifæri til að aðstoða sérfræðiga Lands og skógar við skógarúttektir.

Það sem þú þarft

Við óskum eftir áhugasömu og framtakssömu fólki sem getur unnið bæði sjálfstætt og í hópi. Eingöngu koma til greina núverandi nemar í grunn- eða framhaldsnámi í skógfræði eða skyldum greinum.

Við leitum einkum að fólki sem hefur einhverja reynslu af útivist og líkamlegri vinnu utan dyra. Veðurfar á Íslandi er mjög ófyrirsjáanlegt og breytilegt. Það þýðir að starfsnemar þurfa að koma vel undirbúnir og hafa meðferðis hlýjan fatnað, góða skó og endingargóðan vatnsheldan fatnað.

Vegna þess að störfin geta verið erfið og verkefnin eru gjarnan unnin á afskekktum stöðum fjarri byggð og þjónustu þurfa umsækjendur að vera hraustir og vel á sig komnir andlega og líkamlega.

Æskilegt er að starfsnemar sem sækja um hjá Landi og skógi hafi sótt grunnnámskeið í notkun keðjusagar.

Starfsnámið er fyrir núverandi nemendur í skógfræði og skyldum greinum sem náð hafa 20 ára aldri. Umsækjendur sjá sjálfir um að skipuleggja ferðir til og frá Íslandi og greiða ferðakostnað auk ferðatrygginga.

Land og skógur útvegar fæði og gistingu meðan á námsdvölinni stendur, líka um helgar.

Kostnaður

Ekkert þátttökugjald er tekið af starfsnemum.

Þjónustuaðili

Land og skógur