Almennt
Ef þú hefur verið sviptur ökurétti tímabundið um lengri tíma en þrjú ár getur þú sótt um endurveitingu þegar þrjú ár eru liðin frá því að sviptingin tók gildi.
Ef þú hefur verið sviptur ökurétti ævilangt getur þú sótt um endurveitingu þegar fimm ár eru liðin frá sviptingunni.
Ef þú hefur gerst sekur um akstur án réttinda á sviptingartímanum lengist tími til endurveitingar um sex mánuði fyrir hvert brot en þó að hámarki um tvö ár.
Mat á umsókn
Við mat á umsókn er litið til eftirfarandi atriða:
brotaferils samkvæmt sakavottorði frá sviptingu
háttsemi samkvæmt málaskrá lögreglu
útistandandi sekta og sakarkostnaðar vegna þeirra mála sem leiddu til sviptingarinnar
annarra aðstæðna
Með undirritun umsóknar veitir þú heimild til að leitað verði upplýsinga í málaskrá lögreglu og hjá ríkissaksóknara. Umsókn skal senda á lögregluna á þínu svæði.
Ef umsókn er samþykkt
Ef lögregla samþykkir umsókn um endurveitingu er hægt að sækja um ökuréttindi hjá sýslumanni
Þjónustuaðili
Lögreglan