Fara beint í efnið

Umframafli

Þegar afli er skráður á hafnarvog er magnið borið saman við aflamark skipsins. Hafi skip ekki aflaheimildir fyrir þeim afla sem það veiðir lendir það í umframafla (fer á rautt).

Skip sem lendir í umframafla hefur fjóra virka daga til að laga stöðuna, ef aflamarksstaðan er ekki löguð innan þess tíma getur komið til sviptingar veiðileyfis.

Óheimilt er að stunda veiðar í atvinnuskyni eftir að skip hefur landað umframafla allt þangað til aflamarksstaðan hefur verið löguð. Einnig er óheimilt að hefja veiðiferð skips nema skipið hafi aflaheimildir sem telja má líklegt að dugi fyrir afla í veiðiferðinni með hliðsjón af þeim veiðarfærum sem notuð eru.

Hægt er að fylgjast með aflamarksstöðu einstakra skipa á mælaborði Fiskistofu og einnig geta útgerðir beðið um að fá umframaflatilkynningar sendar í tölvupósti.

Umframafli í strandveiðum

Heimilt er að landa allt að 650 kg af slægðum afla í þorskígildum talið eftir hverja veiðiferð. Fari afli í veiðiferð yfir það magn er talað um umframafla á strandveiðum.

  • Umframafli á strandveiðum sætir sérstöku gjaldi sem miðast við meðalverð á samsvarandi afla á þeim stað og því tímabili þegar hann barst að landi.

  • Gjaldið er innheimt eftir hvern mánuð og rennur í verkefnasjóð sjávarútvegsins. 

  • Allur afli sem veiðist á strandveiðum er dreginn frá því magni sem ráðstafað er til strandveiða.

Undantekning frá þessu er ufsi sem landað er á strandveiðum og er merktur sérstaklega sem VS-afli. Skylt er að landa þeim afla á fiskmarkað og fær útgerð 80% af andvirði aflans.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa