Fara beint í efnið

Túnfiskveiðileyfi

Skip með leyfi til veiða í atvinnuskyni og búnað sem hentar til veiða á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski getur sótt um leyfi til túnfiskveiða. Einungis er heimilt að úthluta leyfi til allt að þriggja skipa samkvæmt reglum ICCAT.

Skilyrði

  • Almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni.

  • Skip skuli vera að lágmarki 500 brúttótonn að stærð.

  • Hafa fullnægjandi útbúnað til veiðanna og meðhöndlunar bláuggatúnfiskafla.

Í umsókn þarf að koma fram

  • Áætlun um hvenær stunda á veiðarnar.

  • Lýsingar á útbúnaði skips, einkum um vinnslu- og frystigeta.

  • Löndunarhafnir.

  • Upplýsingar um hvernig á að ráðstafa afla.

  • Upplýsingar um fyrri reynslu af túnfiskveiðum.

Við ákvörðun um úthlutun er litið til allra þessara atriða. Fiskistofa getur hafnað umsóknum séu líkur til að viðkomandi skip séu að einhverju leiti óhentug eða vanbúin til veiðanna með tilliti til öryggis eða búnaðar.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa